The ArcticMainpage
Smellið til að sjá stærra
PDF-útgáfa af þessari grein
PDF-útgáfa
af þessari grein
Norðrið sem heimaland
eftir Piers Vitebsky
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Deilur um land og auðlindir í heimi nútímans
Þarfir iðnaðarsamfélags
Smellið til að sjá stærra

Medvezhka náman, sunnan við Noril'sk.
Heimskautasvæðin eru birg af auðlindum sem menn færa sér í nyt í sívaxandi mæli. Þessar auðlindir eru margs konar, t.d. geysimiklir skógar sem teygja sig umhverfis jarðarkringluna. Nú þegar skógum í Indónesíu hefur verið spillt með rányrkju, eru japönsk iðnfyrirtæki farin að flytja inn timbur frá Austur Síberíu. Stærsta olíu- og gasvinnslusvæði í Bandaríkjunum fannst 1968 við Prudhoe Bay í Norður Alaska og hjálpar nú til að knýja áfram bílamergðina á hraðbrautum Kaliforníu. Stærstu olíu- og gasbirgðir veraldar fundust fyrst 1960 í víðlendu fenjasvæði í Vestur Síberíu. Nú eru þessi héruð meginuppspretta erlends gjaldeyris í rússneska efnahagskerfinu. Einnig hefur verið áætlað að í Síberíu sé að finna helminginn af kolabirgðum heimsins. Aðrar verðmætar auðlindir eru þar einnig, sem og annars staðar í heimskautalöndunum. Maður sem tilheyrir Sakha þjóðinni hefur kvartað yfir því að sá hluti Síberíu sem hann býr í minni helst á risastórt skip, hlaðið auðæfum, sem orðið hefur sjóræningjum að bráð. Þegar málmarnir eru uppurnir, tæta þeir niður skógana. "Um leið og þeir, í hitasóttarkenndum æsingi, skófla demöntum, tini, gulli, kolum og silikon upp í gáma", skrifar hann, "gjóta þeir græðgisaugum í átt til timburstaflanna sem virka eins og stór flotholt og hindra þannig að skipið sökkvi."
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is a Homeland, by Piers Vitebsky. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme