The ArcticMainpage
Skoða stærra kort
PDF-version
PDF-útgáfa
af þessari grein
Heimskautasvæðin eru vistkerfi
eftir Bill Heal  
KAFLAR:
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
Snjór, ís og vatn
  Hinar þrjár mismunandi ásýndir H2O eru reginöfl landslagsgerðar sem einnig ráða úrslitum lífríkið og athafnir manna. Á mörg þúsund árum, hefur snjórinn hlaðist upp og þjappast saman í íshettum og jöklum heimskautalandanna. Snjókoma hvers árs myndar nú "frosið skjalasafn" sem vísindamenn "lesa" til að átta sig á loftslagsbreytingum liðinna alda, sér í lagi með rannsóknum á íshellunni miklu sem þekur Grænland. Hún er þrír kílómetrar á þykkt og nánast stærsti ferskvatnsgeymir í norðrinu 
  Ísfargið skríður niður fjöllin í formi jökla. Þrýstingur að ofan ýtir þeim niður, allt að 30 metra á ári, og á skriðinu skrapa þeir og skafa berggrunninn og hrífa með sér leir og grjót sem berst allt að jökulröndinni þar sem það verður eftir í formi jökulurða, ýmist beggja megin jökulsporðsins, eða við enda hans. Stundum flýtur jökulframburðurinn líka burt að stórum hluta með leysingavatni sem myndar ár og læki, djúp og straumhörð vatnsföll í bröttum hlíðum, sem síðan dreifa úr sér og flæmast yfir flatlendi og flæðisanda. Eitt af því sem einkennir landslag og staðhætti í heimskautalöndum er fjöldi tjarna og stöðuvatna á stórum svæðum sem myndast við bráðnun jökla og fannfergis. 
View Larger Image

En það er sífrerinn - enn eitt vatnsforðabúrið - sem kemur í veg fyrir að vatn síist niður í dýpri jarð- og berglög. Svo jafnvel þótt lítið snjói, undir 30 mm á meginlöndum, er vatn yfirleitt ríkjandi þáttur í landslaginu. Undantekning frá þessu er þar sem framræsla er í grýttum jarðvegi, ofþurrkur hindrar að gróður fái þrifist og þar sem póleyðimerkur eru ríkjandi. Ein ástæða þess að svo lítið snjóar er að kalt loft flytur miklu minni raka en hlýtt loft. Við ströndina berst hlýtt loft af hafi, kólnar vegna snertingar við landið, sér í lagi er fjöll verða á vegi þess og losar sig við rakann sem regn eða snjó. Strandhéruð eru því gjarna hlýrri, en þar er úrkoman mun meiri, allt að 3000 mm.
  Vegna tengsla milli hitastigs og rakainnihalds lofts, er líklegt að hlýnandi loftslag leiði til meiri úrkomu, sér í lagi við strendur.
Fyrri kafliFyrri kafli Næsti kafliNæsti kafli
The Arctic is an Ecosystem, by Bill Heal. http://www.thearctic.is
Copyright Stefansson Arctic Institute and individual authors ©2000
Developed in partnership with the EU Raphael Programme